3.6.2009 | 09:34
Vel heppnuð sýning á Laugavegi 33
Sýning Flökkukinda á listahátíð þann 16. maí tókst vonum framar. Listamenn sem tóku þátt í sýningunni að þessu sinni voru eftirfarandi:
Arna Gná Gunnarsdóttir
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Kolbrún Sigurðardóttir
Kristjana Rós Guðjohnsen
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Sýningin að þessu sinni var haldin á Laugavegi 33 í litlu rými sem áður var fyrirmyndar sjoppa sem
hét Hversdagshöllin. Stærð sýningarrýmis var mjög hentugt fyrir sýninguna að þessu sinni þar sem nálægð verkanna við hvort annað vann með heildinni. Hugmyndin var að búa til sýningu af ferli, hugmyndavinnu eða verkum sem höfðu verið í huga listamannanna. Eins konar hugmyndaskissur, eða verk sem þurfti að sækja í fortíðina til að hægt sé að vinna með áfram í framtíðinni.
Myndir af sýningunni er einnig að finna hér til hliðar.
mbk
Kristjana Rós Guðjohnsen
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.