Flökkukindur teika Listahátíð

Flokkukindur_II

Sýningin að þessu sinni verður einskonar fusion eða hrærigrautur af myndlist í ferli. 

 

Laugardaginn 16. maí mun hópur myndlistarmanna setja upp sýningu í fjórða sinn í auðu verslunarrými. Í þetta sinn verða Flökkukindur á Laugavegi 33 milli klukkan 13 og 17.


Opnunin er hluti af stærra verkefni.
Eins dags sýningar í rými sem stendur tímabundið autt. Sýningin unnin inn í rýmið hverju sinni.
Opnun sýningar frá 13:00 – 17:00.



DSC 0260Verkefnið er ætlað til að fylla upp í holur sem hafa myndast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur. Sýningarnar eru unnar sem ferli þar sem sýningin fer eftir listamönnum sem taka þátt, stærð og gerð rýmis sem notast er við hverju sinni og samvinnu innan hópsins. Verkefnið á að skapa ákveðið fyrirvaralaust tilraunakennt andrúmsloft meðal myndlistarmanna, þar sem algjör óvissa er með hvaða rými er nýtt hverju sinni og hverjir munu taka þátt. Hugmyndin er að þróa verkin eða hugmyndina á bak við verkin með hverri sýningu sem haldin er. Þannig er hægt að fylgjast með breytingum og komast aðeins inn í hugarheim myndlistarmannsins með því að sjá hvernig tíminn og hver opnun hefur áhrif á vinnsluna og verkin.


n556283315 1701154 7899665DSC 0185
DSC 0246n556283315 1701165 7707053

 

 

 

 

 

 

Listamenn sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni hafa notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hafa verið dugleg við að sýna, bæði á einka og samsýningum hérlendis og erlendis.



Boðið verður upp á skemmtilegt spjall á staðnum við listamenn um myndlist.

 

Listamenn að þessu sinni eru:

Arna Gná Gunnarsdóttir
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Kristjana Rós Guðjohnsen
Kolbrún Sigurðardóttir
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

 

Hægt er að skoða myndir af öllum sýningum Flökkukinda hér til hliðar. 

 

Kveðja

Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband