3.4.2009 | 13:28
Flökkukindur ætla að vera á Laugavegi 84 á morgun, 04. apíl 2009
Flökkukindur á Laugavegi 84 á laugardaginn.
Laugardaginn 04. apríl mun hópur myndlistarmanna setja upp sýningu í þriðja sinn í auðu verslunarrými.
Í þetta sinn verða flökkukindur á Laugavegi 84.
Sýningin að þessu sinni verður með öðru móti en vanalega eins og sýningagestir fá að sjá þegar þeir mæta á staðinn.
Sýningin hefst formlega kl 13:00 Laugardaginn 04. apríl.
Listamenn sem taka þátt í sýningunni 04. apríl næstkomandi útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands á árunum 2006 og 2007
Þar sem sýningin er með aðeins öðru móti í þetta skiptið vona ég að flestir sem rölta upp eða niður Laugaveginn á laugardaginn njóti sýningarinnar, hver á sinn hátt.
Það verður einnig margt annað í gangi á Laugaveginum að þessu sinni og fagna Flökkukindur því. Það er alltaf gaman þegar líf og fjör er í miðborginni.
Kveðja
Kristjana Rós Guðjohnsen flökkukind.
Minni á að litríkar blöðrur hanga fyrir utan sýningarstað svo auðvelt sé að finna okkur.
Myndir af síðustu sýningu flökkukinda, einnig sjá myndaalbúm hér til hliðar :
Flökkukindur á Laugavegi 42 voru:
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Hugsteypan
Kolbrún Sigurðardóttir
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Flokkur: Menning og listir | Breytt 4.4.2009 kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.