Pappakindur?

pappakindFlökkukindur vinna nú hörðum höndum að næstu sýningu á Laugaveginum. Rýmið er vonandi í höfn og er mikil prentvinna fyrir höndum.

Ég má ekki gefa allt upp strax en sýningin verður með öðru sniði að þessu sinni og samvinnan verður meiri.

Loksins tókst Flökkukindum að setja inn myndir frá síðustu sýningu sem var þann 21. mars á Laugavegi 42. Endilega kíkið á myndirnar, þar er ferlið allt frá afhendingu rýmis kvöldið áður, uppsetning verka og svo sýningin í allri sinni dýrð.

Dagsetning næstu sýningu er áætluð laugardaginn 04. apríl næstkomandi og  kemur inn nákvæm staðsetning væntanlega á morgun ef allt gengur upp.

 

Bestu kveðjur

Flökkukind

Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband