19.3.2009 | 09:11
Flökkukindur á Laugavegi 42, laugardaginn 21. mars
Laugardaginn 21. mars mun hópur myndlistarmanna í annað sinn setja upp sýningu í auðu verslunarrými.
Í þetta sinn verður sýningin haldin að Laugavegi 42
Opnunin er hluti af stærra verkefni.
Eins dags sýningar í rými sem stendur tímabundið autt. Sýningin unnin inn í rýmið hverju sinni. Sett er upp á laugardegi. Opnun sýningar frá 13:00 18:00
Verkefnið er ætlað til að fylla upp í holur sem hafa myndast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur. Sýningarnar eru unnar sem ferli þar sem sýningin fer eftir listamönnum sem taka þátt, stærð og gerð rýmis sem notast er við hverju sinni og samvinnu innan hópsins. Verkefnið á að skapa ákveðið fyrirvaralaust tilraunakennt andrúmsloft meðal myndlistarmanna, þar sem algjör óvissa er með hvaða rými er nýtt hverju sinni og hverjir munu taka þátt. Hugmyndin er að þróa verkin eða hugmyndina á bak við verkin mep hverri sýningu sem haldin er. þannig er hægt að fylgjast með breytingum og komast aðeins inn í hugarheim myndlistarmannsins með því að sjá hvernig tíminn og hver opnun hefur áhrif á vinnsluna og verkin.
Listamenn sem taka þátt í verkefninu hafa notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hafa verið dugleg við að sýna, bæði á einka og samsýningum hérlendis og erlendis.
Listamenn sem taka þátt í sýningunni að þessu sinni útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Akureyrar í myndlist.
Athugasemdir
Ég þarf nauðsynlega að komast í samband við þá sem stýra þessu verkefni (ekki þó til að sýna)........væruð þið til í að hafa samband við mig í síma 8619143???
Harpa Björnsdóttir
myndlistarmaður
Harpa Björnsdóttir, 19.3.2009 kl. 11:23
Sæl Harpa
Ég reyndi að hringja í númerið sem þú gafst upp en það er slökkt á farsímanum.
Þú getur haft samband við mig í síma 6986860, ég sé um þetta verkefni.
Kristjana Rós
Flökkukindur, 19.3.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.