3.6.2009 | 09:34
Vel heppnuð sýning á Laugavegi 33
Sýning Flökkukinda á listahátíð þann 16. maí tókst vonum framar. Listamenn sem tóku þátt í sýningunni að þessu sinni voru eftirfarandi:
Arna Gná Gunnarsdóttir
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Kolbrún Sigurðardóttir
Kristjana Rós Guðjohnsen
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Sýningin að þessu sinni var haldin á Laugavegi 33 í litlu rými sem áður var fyrirmyndar sjoppa sem
hét Hversdagshöllin. Stærð sýningarrýmis var mjög hentugt fyrir sýninguna að þessu sinni þar sem nálægð verkanna við hvort annað vann með heildinni. Hugmyndin var að búa til sýningu af ferli, hugmyndavinnu eða verkum sem höfðu verið í huga listamannanna. Eins konar hugmyndaskissur, eða verk sem þurfti að sækja í fortíðina til að hægt sé að vinna með áfram í framtíðinni.
Myndir af sýningunni er einnig að finna hér til hliðar.
mbk
Kristjana Rós Guðjohnsen
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 11:51
Flökkukindur teika Listahátíð
Sýningin að þessu sinni verður einskonar fusion eða hrærigrautur af myndlist í ferli.
Laugardaginn 16. maí mun hópur myndlistarmanna setja upp sýningu í fjórða sinn í auðu verslunarrými. Í þetta sinn verða Flökkukindur á Laugavegi 33 milli klukkan 13 og 17.
Opnunin er hluti af stærra verkefni.
Eins dags sýningar í rými sem stendur tímabundið autt. Sýningin unnin inn í rýmið hverju sinni.
Opnun sýningar frá 13:00 17:00.
Verkefnið er ætlað til að fylla upp í holur sem hafa myndast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur. Sýningarnar eru unnar sem ferli þar sem sýningin fer eftir listamönnum sem taka þátt, stærð og gerð rýmis sem notast er við hverju sinni og samvinnu innan hópsins. Verkefnið á að skapa ákveðið fyrirvaralaust tilraunakennt andrúmsloft meðal myndlistarmanna, þar sem algjör óvissa er með hvaða rými er nýtt hverju sinni og hverjir munu taka þátt. Hugmyndin er að þróa verkin eða hugmyndina á bak við verkin með hverri sýningu sem haldin er. Þannig er hægt að fylgjast með breytingum og komast aðeins inn í hugarheim myndlistarmannsins með því að sjá hvernig tíminn og hver opnun hefur áhrif á vinnsluna og verkin.
Listamenn sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni hafa notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hafa verið dugleg við að sýna, bæði á einka og samsýningum hérlendis og erlendis.
Boðið verður upp á skemmtilegt spjall á staðnum við listamenn um myndlist.
Listamenn að þessu sinni eru:
Arna Gná Gunnarsdóttir
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Kristjana Rós Guðjohnsen
Kolbrún Sigurðardóttir
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Hægt er að skoða myndir af öllum sýningum Flökkukinda hér til hliðar.
Kveðja
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 12:52
Ekki er allt sem sýnist hjá Flökkukindum á Laugavegi 84
Flökkukindur settu upp þriðju sýningu sína á Laugavegi 84 um helgina. En eins og sýningagestir og gangandi vegfarendur tóku eftir var sýningin með allt öðrum hætti en gengur og gerist. Listaverkin og listamenn sem stóðu að sýningunni eru úr pappa. Verslunarrýmið var einnig lokað og læst enda ekki um raunsýningu að ræða.
Sýningin er verk sem spratt upp út frá því sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu að undanförnu. Ekki er allt sem sýnist og oft hefur ímyndin litið rosalega vel út en ekkert inniviði til að bakka upp glæsilegheitin. Hvað er ekta og hvað er bara sýndarveruleiki.
Sýningin að þessu sinni fær að standa í óákveðin tíma og er því ennþá hægt að kíkja á Laugaveginn og bera gerfisýninguna augum.
Hægt er að skoða fleiri myndir af sýningu Flökkukinda á Laugavegi 84 og eldri sýningar hér til hliðar í myndaalbúmum.
Kveðjur
Flökkukindur
4.4.2009 | 15:25
Ekki er allt sem sýnist á Laugavegi 84
3.4.2009 | 13:28
Flökkukindur ætla að vera á Laugavegi 84 á morgun, 04. apíl 2009
Flökkukindur á Laugavegi 84 á laugardaginn.
Laugardaginn 04. apríl mun hópur myndlistarmanna setja upp sýningu í þriðja sinn í auðu verslunarrými.
Í þetta sinn verða flökkukindur á Laugavegi 84.
Sýningin að þessu sinni verður með öðru móti en vanalega eins og sýningagestir fá að sjá þegar þeir mæta á staðinn.
Sýningin hefst formlega kl 13:00 Laugardaginn 04. apríl.
Listamenn sem taka þátt í sýningunni 04. apríl næstkomandi útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands á árunum 2006 og 2007
Þar sem sýningin er með aðeins öðru móti í þetta skiptið vona ég að flestir sem rölta upp eða niður Laugaveginn á laugardaginn njóti sýningarinnar, hver á sinn hátt.
Það verður einnig margt annað í gangi á Laugaveginum að þessu sinni og fagna Flökkukindur því. Það er alltaf gaman þegar líf og fjör er í miðborginni.
Kveðja
Kristjana Rós Guðjohnsen flökkukind.
Minni á að litríkar blöðrur hanga fyrir utan sýningarstað svo auðvelt sé að finna okkur.
Myndir af síðustu sýningu flökkukinda, einnig sjá myndaalbúm hér til hliðar :
Flökkukindur á Laugavegi 42 voru:
Bergþór Morthens
Gunnar Helgi Guðjónsson
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Hugsteypan
Kolbrún Sigurðardóttir
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Menning og listir | Breytt 4.4.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 21:01
Pappakindur?
Flökkukindur vinna nú hörðum höndum að næstu sýningu á Laugaveginum. Rýmið er vonandi í höfn og er mikil prentvinna fyrir höndum.
Ég má ekki gefa allt upp strax en sýningin verður með öðru sniði að þessu sinni og samvinnan verður meiri.
Loksins tókst Flökkukindum að setja inn myndir frá síðustu sýningu sem var þann 21. mars á Laugavegi 42. Endilega kíkið á myndirnar, þar er ferlið allt frá afhendingu rýmis kvöldið áður, uppsetning verka og svo sýningin í allri sinni dýrð.
Dagsetning næstu sýningu er áætluð laugardaginn 04. apríl næstkomandi og kemur inn nákvæm staðsetning væntanlega á morgun ef allt gengur upp.
Bestu kveðjur
Flökkukind
Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 09:13
Flökkukindur sýna í dag á Laugavegi 42
Þá er komið að því. Allir sem eiga leið um Laugaveginn í dag ættu að kíkja í stóra fína hornhúsið við Laugaveg 42. Sýningin er opin bara í dag, laugardaginn 21. mars frá 13 - 18.
Þeir sem ekki vita hvar Laugavegur 42 er þá verða marglita blöðrur fyrir utan rýmið.
Kaffi og meðlæti á staðnum.
Bloggar | Breytt 31.3.2009 kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 09:11
Flökkukindur á Laugavegi 42, laugardaginn 21. mars
Laugardaginn 21. mars mun hópur myndlistarmanna í annað sinn setja upp sýningu í auðu verslunarrými.
Í þetta sinn verður sýningin haldin að Laugavegi 42
Opnunin er hluti af stærra verkefni.
Eins dags sýningar í rými sem stendur tímabundið autt. Sýningin unnin inn í rýmið hverju sinni. Sett er upp á laugardegi. Opnun sýningar frá 13:00 18:00
Verkefnið er ætlað til að fylla upp í holur sem hafa myndast nú þegar í miðbæ Reykjavíkur. Sýningarnar eru unnar sem ferli þar sem sýningin fer eftir listamönnum sem taka þátt, stærð og gerð rýmis sem notast er við hverju sinni og samvinnu innan hópsins. Verkefnið á að skapa ákveðið fyrirvaralaust tilraunakennt andrúmsloft meðal myndlistarmanna, þar sem algjör óvissa er með hvaða rými er nýtt hverju sinni og hverjir munu taka þátt. Hugmyndin er að þróa verkin eða hugmyndina á bak við verkin mep hverri sýningu sem haldin er. þannig er hægt að fylgjast með breytingum og komast aðeins inn í hugarheim myndlistarmannsins með því að sjá hvernig tíminn og hver opnun hefur áhrif á vinnsluna og verkin.
Listamenn sem taka þátt í verkefninu hafa notað undanfarin ár eftir útskrift til að byggja upp myndlistarstefnu sína og hafa verið dugleg við að sýna, bæði á einka og samsýningum hérlendis og erlendis.
Listamenn sem taka þátt í sýningunni að þessu sinni útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Akureyrar í myndlist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)