Flökkukindur

Ég heiti Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen og er að vinna verkefni fyrir hagnýta menningarmiðlun í Háskóla íslands.

Hugmyndin kom til mín eftir góðan listfræðitíma í október á síðasta ári, þegar ég fór að velta betur fyrir mér hvað skemmtilegir hlutir gerast oft þar sem hópur af listamönnum vinna saman. Á sama tíma sá ég fram á að miðbærinn okkar myndi fljótt verða tómlegri í smá tíma, en mig óraði aldrei fyrir því að svona mörg leigurými myndu standa auð.

Eftir að ég var búin að hafa samband við hóp af listamönnum setti ég af stað hitting einu sinni í viku á Kaffitári í Bankastræti. Stundum mæti ég ein og stundum mæta allir og spjalla yfir kaffibolla og ristuðu brauði með sultu. Þetta fékk sinn tíma til að þróast áður en við byrjuðum að sýna saman.

Þann 14. febrúar varð til fyrsta sýning Flökkukinda, við fengum lánaðan Laugaveg 40. Hún tókst betur en hægt var að vona. Í dag er önnur sýning Flökkukinda, í þetta sinn á Laugavegi 42.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Kristjana Rós Guðjohnsen

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband